Tækninefnd um rafræna greiðslumiðlun

Meginhlutverk tækninefndarinnar verður að hafa umsjón með gerð normskjala um samskipti milli aðila vegna rafrænnar greiðslumiðlunar kredit- og debetkorta.

Gert er ráð fyrir að fyrsta verkefni tækninefndarinnar verði gerð tækniforskriftar um samskipti posa/miðlægs þjóns (tækniþjónusta t.d. Point, HandPoint) við móttökubúnað hjá færsluhirði eða þjónustu-/vinnsluaðila hans (t.d. Greiðsluveitan).  Í  tækniforskriftinni eru skilgreind þau skeyt,i sem flytja gögn til meðhöndlunar heimildar- og fjárhagslegra færslna með greiðslukortum.  Tillaga er um að nýta forskrift að samskiptum sem að Greiðsluveitan hefur þróað undanfarin ár.

Jafnframt verður tekið mið af því starfi sem á sér stað hjá evrópskum og alþjóðlegum staðlasamtökum. Starfstími nefndarinnar er ótímabundinn, en hún setur sér nánari markmið, verkefna- og tímaáætlun í samræmi við það umboð sem henni er gefið.  

Tækninefndin er öllum þeim opin sem hafa hagsmuna að gæta á starfssviði nefndarinnar og eru reiðubúnir til að leggja fram þá vinnu, aðstöðu og/eða fjármagn sem þarf til að standa undir starfi nefndarinnar. Helstu hagsmunaðilum er sent þetta fundarboð, en til þeirra teljast verslunarfyrirtæki, þjónustuaðilar á sviði greiðslumiðlunar, fjármálafyrirtæki, framleiðendur og útgefendur korta, hugbúnaðarfyrirtæki og opinberir aðilar.

Formaður tækninefndar:

Pálmi Tómasson, Kortaþjónustunni.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Valsson hjá Staðlaráði Íslands.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja