Tækninefnd um rafræna flutningakeðju

Meginhlutverk tækninefndar um rafræna flutningakeðju verður að þróa og móta tækniforskriftir og staðla fyrir rafræna miðlun upplýsinga á milli viðskiptaaðila og þjónustuaðila flutningskeðjunnar. Upplýsingarnar geta meðal annars varðað tollafgreiðslu vörunnar, innflutning hennar, afhendingu í og úr vöruhúsi, birgðabreytingar, afstemmingu birgða, staðsetningu vörunnar, ástand hennar og umhverfisaðstæður.  

Jafnframt verður tekið mið af því starfi sem á sér stað hjá evrópskum og alþjóðlegum staðlasamtökum. Starfstími nefndarinnar er ótímabundinn, en hún setur sér nánari markmið, verkefna- og tímaáætlun í samræmi við það umboð sem henni er gefið.  

Tækninefndin er öllum þeim opin sem hafa hagsmuna að gæta á starfssviði nefndarinnar og eru reiðubúnir til að leggja fram þá vinnu, aðstöðu og/eða fjármagn sem þarf til að standa undir starfi nefndarinnar.

Fyrirhuguð verkefni tækninefndarinnar eru gerð tækniforskrifta um:

  • Móttökufyrirmæli (í vinnslu)
  • Flutningsfyrirmæli
  • Móttökustaðfesting
  • Afgreiðslufyrirmæli
  • Birgðabreytingar
  • Birgðalisti

Vinna við tækniforskrift um móttökufyrirmæli er í vinnslu. Vinna við aðrar tækniforskriftir hefst þegar henni er lokið.

Formaður tækninefndarinnar: 
Bergþór Skúlason, Fjársýslu ríkisins

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Valsson hjá Staðlaráði Íslands.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja