Tækninefnd um grunngerð rafrænna viðskipta

Framkvæmdaráð fagstaðlaráðs í upplýsingatækni, FUT, stuðlaði að stofnun þessarar tækninefndar að tillögu vinnuhóps FUT um sama málefni og í samráði við Icepro. Með stofnun hennar hyggst FUT stuðla að innleiðingu þeirra afurða sem í þróun eru á evrópskum vettvangi; í Northern European Subset, NES, samstarfinu og á vegum vinnuhóps evrópsku staðlasamtakanna, CEN, "Business Interoperability Interfaces on public procurement in Europe" (CEN/ISSS WS BII). Sjá nánar yfirlýsingu FUT "Rafræn viðskipti - tæknileg grunngerð" dags. 3. feb. 2009.

Hlutverk tækninefndarinnar er að aðlaga og innleiða á Íslandi viðurkenndar skilgreiningar um grunngerð rafrænna viðskipta meðal annars með útgáfu tækniforskrifta og annarra normskjala eftir því sem við á. Starfstími tækninefndarinnar er ótímabundinn, en hún setur sér nánari markmið, verkefna- og tímaáætlun í samræmi við það umboð sem henni er gefið.

Fyrsta verkefni nefndarinnar var að ganga frá TS 135:2009 Tækniforskrift um einfaldan rafrænan reikning sem var gefinn út 14. október 2009. Tækniforskriftin er greinargóð lýsing á rafrænum íslenskum reikningi og þjónar sem leiðarvísir fyrir forritara hugbúnaðarkerfa og aðra þá sem koma að innleiðingu rafrænna reikninga í fyrirtækjum og stofnunum. TS 135:2009 er nú fallin úr gildi. TS 136 Rafrænn reikningur skv. BII04 kemur í hennar stað. Sjá hér >>

Útgefin skjöl:

Tækninefndin hefur lokið gerð eftirfarandi tækniforskrifta og hafa þær verið gefnar út af Staðlaráði Íslands

  • TS 136:2013 Rafrænn reikningur BII04
  • TS 137:2013 Rafrænt reikningaferli BII05
  • TS 138:2013 Rafræn pöntun BII03
  • TS 139:2013 Rafræn vörulisti

Tækniforskriftunum er dreift rafrænt og endurgjaldslaust til notenda. Hægt er að sækja þær hér:Rafrænar tækniforskriftir 

Núverandi verkefni: 

  • Tækniforskrift um viðskiptayfirlit  (statement)   skv. BII21
  • Tækniforskrift um rafræna sundurliðun veitureikninga
  • Tækniforskrift um vörpun á milli EDI og XML rafrænna reikninga
  • Tækniforskrift um rafræn innkaup (procurement) skv. BII06
  • Tækniforskrift um rafræna verðfyrirspurn kaupenda (CI Sourcing) skv. BII20

EDI bikarinn 2013

Tækninefnd FUT um grunngerð rafrænna viðskipta halut EDI bikarinn 2013 fyrir vinnu við tækniforskriftir um stöðluð rafræn viðskipti, sem stuðla að aukinni skilvirkni og hagkvæmni í íslensku efnahagslífi.

Ragnar Torfi Jónasson, fyrrv. formaður, tók við bikarnum fyrir hönd tækninefndarinnar og þar sem hann þakkaði ICEPRO auðsýndan heyiður, ásamt því að þakka styrktaraðilum fyrir veittan stuðning og hvatti stjórnvöld og samtök í atvinnulífi til að styðja vel við áframhaldandi starf á þessu sviði. Hann talaði sérstaklega um mikilvægi þess að styðja vel við þátttöku í erlendu staðlastarfi sem getur haft bein áhrif á íslenska hagsmuni. Ragnar þakkaði einnig ICEPRO fyrir gott samstarf undanfarin ár en stefna FUT og ICEPRO lagði grunninn að þessu mikilvæga starfi. 

Formaður tækninefndar: 
Bergþór Skúlason, Fjársýslu ríkisins

Ragnar Torfi Jónasson, Landsbankanum var formaður nefndarinnar frá 2009-2013. 

Umsjón tækninefndar og vinnuhópa:

Nánari upplýsingar veitir   Guðmundur Valsson hjá Staðlaráði Íslands.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja