Tækninefnd um dreifilyklaskipulag

Hlutverk tækninefndar um ræfræn skilríki er að þróa og móta staðla fyrir opið og staðlað umhverfi rafrænna skilríkja á Íslandi að teknu tilliti til þess starfs sem á sér stað hjá ISO, CEN og ETSI. Tækninefndin setur sér sjálf markmið, verkefna- og tímaáætlun í samræmi við það umboð sem henni er gefið.

Notkun rafrænna skilríkja mun fyrirsjáanlega snerta víðtæka hagsmuni einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Þeir aðilar sem lýst hafa áhuga eða gætu haft áhuga á þátttöku í nefndinni eru banka- og fjármálastofnanir, ráðuneyti, opinberar stofnanir og samtök fyrirtækja og neytenda.

Tækninefndin er þeim opin sem hafa hagsmuna að gæta á starfssviði nefndarinnar og eru reiðubúnir til að leggja fram þá vinnu, aðstöðu og/eða fjármagn sem þarf til að standa undir starfi nefndarinnar.

Tækninefndin hefur lokið gerð eftirafarndi skjala og hafa þau verið gefin út af Staðlaráði Íslands:

 • TS146:2013 Innihald almennra rafrænna skilríkja
  Tækniforskriftinni er dreift rafrænt og endurgjaldslaust til notenda.
  Hægt er að sækja hana hér: 
  Rafrænar tækniforskriftir

 • TS145:2014 Kröfur til dreifilyklaskipulags á Íslandi
  Hægt er að kaupa tækniforskriftina í Staðlabúðinni

Núverandi verkefni:

 • Kröfur til vottunarstöðva
 • Form og málreglur fyrir dulritaða og undirritaða hluti
 • Tímastimplun
 • Skilgreining á öryggisstigum
 • Samskiptahættir fyrir stöðu skilríkja
 • Tæknileg samþætting
 • Orðalisti dreifilyklaskipulags

Formaður tækninefndar:
Einar Birkir Einasson

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Valsson hjá Staðlaráði Íslands.

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja