Tækninefnd FUT & LÍSU um landupplýsingar

Tækninefndin starfaði að útgáfu staðalsins ÍST 120 - Skráning og flokkun landupplýsinga - Fitjuskrá.

Staðallinn var fyrst gefinn út árið 2007. Tækninefndin kom aftur til starfa í ágúst 2011 til að endurskoða staðalinn. Ný útgáfa tók gildi í júlí 2012.

Formaður tækninefndar:
Anna Guðrún Ahlbrecht, Landmælingum Íslands

Faglegur ritari:
Þorbjörg Kjartansdóttir, LÍSU

Aðrir aðilar í tækninefndinni eru: 

Árni Geirsson frá Alta ehf
Björn Traustason frá Skógrækt ríkisins
Eggert Ólafsson frá Reykjavíkurborg
Gunnlaugur M. Einarsson frá ÍSOR
Kristján Sigurjónsson frá Reykjavíkurborg
María Thors frá Orkuveitu Reykjavíkur
Tryggvi Már Ingvarsson frá Fasteignaskrá ríkisins

 


ÍST 120 - Skráning og flokkun landupplýsinga

Í inngangi fyrstu útgáfu staðalsins sagði:

"Verkefnið var unnið í samvinnu við fagstofnanir sem tóku að sér vinnslu og yfirferð einstakra kafla fitjuskrárinnar. Umsjón með köflum skrárinnar var í höndum Landmælinga Íslands, Landupplýsingakerfis Reykjavíkur (LUKR), Orkustofnunar, Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Fasteignamats ríkisins. Auk þess kom fjöldi annarra stofnana og fyrirtækja að gerð hennar með einum eða öðrum hætti. Má þar nefna Vegagerðina, Landsvirkjun, Flugmálastjórn, Skipulagsstofnun, Þjóðminjasafnið, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðsluna, Skógrækt ríkisins, Örnefnastofnun, Umhverfisstofnun, Póst- og fjarskiptastofnun, Siglingastofnun Íslands, Landhelgisgæsluna, Þjóðminjasafnið, Fornleifavernd ríkisins, Samsýn ehf, Landnot ehf og Hnit hf.

Fjármunir í verkefnið komu frá "Íslenska upplýsingasamfélaginu" og Landmælingum Íslands sem hafa lagt til fastan starfsmann undanfarin ár og greitt fyrir vinnu stofnana og fyrirtækja. Auk þess hafa hinar ýmsu stofnanir og fyrirtæki veitt viðbótar vinnuframlag til verkefnisins.

Frumútgáfa af fitjuskrá var gefin út í 10 köflum af Landmælingum Íslands og LÍSU samtökunum 2. janúar 2003 og var verkefnið þá öllum opið til reynslu á vef Landmælinga Íslands og LÍSU samtakanna. Frestur til að skila inn athugasemdum við fitjuskrána var til 1. október 2003. Yfirferð athugasemda var í höndum ritstjórnar sem hafði umsjón með verkefninu. Ritstjórnin starfar á vegum Tækninefndar Fagráðs í upplýsingatækni (FUT) og LÍSU.

Ritstjórn skipuðu:

Ingunn María Þorbergsdóttir (Verkefnisstjóri 2003-2005) (Landmælingar Íslands)
Þórey Dalrós Þórðardóttir (Verkefnisstjóri maí-desember 2005) (Landmælingar Íslands)
Esther Hlíðar Jensen (Veðurstofa Íslands)
Kristján Sigurjónsson (Landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar)
Þorbjörg Kr. Kjartansdóttir (LÍSA)

Auk þess hafa í ritstjórn starfað:

Jófríður Guðmundsdóttir (Verkefnisstjóri 1999-2002) (Landmælingar Íslands)
Hermann Hermannsson (Landmælingar Íslands)
Stefán Guðlaugsson (Hnit hf.)
Magnús Már Magnússon (Veðurstofa Íslands)
Eggert Ólafsson (Upplýsingatækniþjónusta Reykjavíkurborgar)
Anna Guðrún Ahlbrecht (Umsjón með útgáfu frá desember 2005) (Landmælingar Íslands)

Tækninefnd LÍSU og FUT skipuðu:

Fulltrúar í ritstjórn
Guðbjörg Björnsdóttir (FUT)
Örn Ingvarsson (Fasteignamat ríkisins)

Allir flokkar fitjuskrárinnar voru unnir í samráði við marga notendur sem jafnframt var gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum og athugasemdum sínum við verkefnið. Nokkrir kynningarfundir voru haldnir þar sem verkefnið var til umfjöllunar. Fyrst var haldinn fundur í desember árið 2002 þegar frumútgáfa fitjuskrárinnar kom út. Kynningarfundur var haldinn fyrir notendur 25. maí 2004 og á ráðstefnu LÍSU samtakanna 30. september 2004 var verkefnið nánar kynnt. Loks var haldið erindi um staðlafrumvarp fitjuskrárinnar á ráðstefnu LÍSU samtakanna 5. maí 2005, Grunngerð landupplýsinga."

Staðlaráð Íslands    Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík    Kennitala: 591193 2019    Opnunartími    Sími 520 7150 fax 520 7171

Þessi síða notar vefkökur (e. cookies).

Nánari upplýsingar

Samþykkja